KALLAÐ EFTIR UMSÓKNUM: LEIÐBEINENDUR Í VINNUSMIÐJU

UNM 2021, ÁRÓSUM DANMÖRKU

(sam/einka)eign / (un)common ground

 

Kallað er eftir manneskjum til þess að skapa og leiða samfélagstengsla-vinnusmiðju (e. outreach workshop) fyrir nemendahóp af Árósarsvæðinu undir handleiðslu Lasse Dan Hansen.

 

Kallið nær til tónskálda, tónlistarfólks, hljóðlistafólks, tónlistarfræðinga, fræðimanna, listamanna, kennara og allra þar á milli. Við leitum ekki einungis að lærðu kennslufólki heldur hvetjum alla sem vinna með , menntun og  þátttöku að sækja um. Markmiðið er ekki aðeins að styðja við samfélagið í Árósum heldur einnig að veita leiðbeinendunum verkfæri til þess að bjóða upp á svipaða vinnu í sínum samfélögum.

 

Ung Nordisk Musik er árleg hátíð fyrir ung tónskáld og tónlistar- og hljóðmiðaða listamenn á Norðurlöndum. Árið 2021 fer hátíðin fram dagana 16-22 ágúst og vinnusmiðjan fer fram 13-17 ágúst. Bæði fara fram í Árósum, Danmörku. Það er markmið allra deilda UNM að árlega hátíðin hafi langvarandi og jákvæð áhrif á það samfélag þar sem hún fer fram, þrátt fyrir breytta staðsetningu frá ári til árs. Þetta verkefni er mikilvægur liður í að ná því markmiði. 

Þátttakendur munu skipuleggja og leiða vinnusmiðju undir handleiðslu Lasse Dan Hansen. 

 

Lasse D. Hansen er danskt tónskáld, kennslufræðingur og blaðamaður. Hann er virkur í skipulagningu ýmissa tónlistarmiðaðra vinnusmiðja og sem kennari barna og ungmenna víða í Danmörku. Hann er reglulega í samstarfi við 

SPOR Festival, Jeunesses Musicales, Danska tónskáldafélagið, Dönsku tónlistarakademíuna, Konunglegu tónlistarakademíuna, BUSTER kvikmyndahátíð og Spil Dansk. Auk kennslu í dönsku tónlistarakademíunni, hefur Hansen verið gestakennari og fyrirlesari í rytmíska tónlistarskólanum, konunglegu dönksu tónlistarakademínunni og Engelsholm Højskole, þar sem hann kenndi tónskáldum, flytjendum, söngvaskáldum og upptökustjórum. 

 

Hátíðin 2021 hefur þemað (sam/einka)eign (e. (un)common ground) og þér er frjálst að túlka hvaða þýðingu þemað gæti haft í samhengi við  tónlistarmenntun, samfélag og þátttökulist. (sam/einka)eign táknar bæði samfélagið og einstaklinginn. Þemað nær utan um hugmyndina um norrænu þjóðirnar sem landfræðilega sameiginlegt rými þátttakenda hátíðarinnar án þess að draga alhæfðar ályktanir. Þemað er hugsað til þess að skapa lausnir við notkun hátíðarinnar á bæði tónleikarýmum í einkarekstri og almannaeigu. Með sameign er átt við jafnræði milli einstaklinga en með einkaeign er valdamisræmi gefið til kynna. Með þessu þema er ætlunin að hvetja umsækjendur til þess að senda inn verk sem eru auðskilin og/eða sérlega óvenjuleg. Margbreytilegir túkunarmöguleikar gefa listamönnum lausan tauminn til þess að nýta óskýrleika þemans og bjóða upp á fjölbreytt úrval listrænna mótsvara sem hjálpa okkur að skilja hvað nákvæmlega sé okkar (sam/einka)eign.

 

Gistingar- og ferðakostnaður allt að 8.300 DKK verður greiddur af hátíðinni.

Valdir umsækjendur skulu vera viðstaddir yfir allt vinnusmiðjutímabilið, auk hátíðarinnar sem fylgir strax í kjölfarið.

 

Nafnlausu dómnefndina skipa 3 starfandi tónskáld / tónlistarmenn / kennarar sem munu velja samtals 5 þátttakendur. Hulunni verður svipt af dómnefndinni ásamt völdum leiðbeinendum í október 2020. 

Við val þátttakenda verður það sett í forgang að einum þátttakanda frá hverju norðulandanna fimm verði tryggð þátttaka.

 

Í umsókn skal vera:

  • Markmiðsyfirlýsing (motivational letter) (max. 250 words)

  • Skissa eða yfirlit um mögulegt fyrirkomulag og innihald vinnusmiðjunnar ásamt mögulegum langtíma áhrifum sem hún gæti haft á nærliggjandi samfélag. Þessi þáttur má ver í hvaða formi sem er en ekki lengra en 400 orð eða 5 mínútur af efni.

  • Portfolio sem varpar ljósi á núverandi vinnu, sköpun og/eða aðferðir umsækjanda.


 

SKILYRÐI

 

1. Umsækjandi skal vera fæddur 1991 eða fyrr eða enn í námi. Umsækjandi skal vera ríkisborgari og/eða við dvöl í einu fimm norðurlandanna—Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi eða Svíþjóð. 

 

2. Umsóknarferlið er nafnlaust. Því VERÐUR allt efni að vera ómerkt eða undir dulnefni og laust við tileinkanir, nöfn flytjenda eða minnst á fyrrum flutning o.s.frv.

3. Umsókn skal vera á ensku eða dönsku. Eyðublað má finna hér

 

3. Umsókarfrestur er kl 23:59 þann 1. júlí 2020.

 

5. NAFNLAUSUM umsóknum skal vera skilað stafrænt (muna að eyða öllum stafrænum auðkenningum, t.d. metadata). Allt umsóknarefni (pdf/mp3/mp4 o.s.frv) skal vera sent sem viðhengi eða með því að nota þjónustur á borð við dropbox/wetransfer ásamt umsóknareyðublaði á lauge@ungnordiskmusik.dk

ANNAÐ

Frekari upplýsingar um vinnusmiðjuna og umsóknarferlið má finna hér. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á unmiceland@gmail.com og lauge@ungnordiskmusik.dk

  • Instagram - White Circle
  • Twitter - White Circle
  • White Facebook Icon