Vinsamlega athugið að umsóknarferli fyrir árið 2022, sem stendur yfir vorið 2021,

er eingöngu aðgengilegt á nýrri vefsíðu okkar

www.ungnordiskmusik.com

KALLAÐ EFTIR FULLTRÚUM ÍSLANDS Á UNM 2021:

ÁRÓSUM, DANMÖRKU.

 

Ung Nordisk Musik er árleg hátíð fyrir ung tónskáld og tónlistar- og hljóðmiðaða listamenn á Norðurlöndum. Árið 2021 fer hátíðin fram dagana 16-22 ágúst í Árósum, Danmörku.

 

Frá stofnun félagsins árið 1946 hefur UNM verið mikilvægur vettvangur fyrir grasrót norrænnar tónlistar. Íslandsdeild UNM leitar til fólks í fjölbreyttri tónlistar- og listaflóru landsins til þess að vera fulltrúar Íslands á hátíðinni 2021. Tónskáld, hljóðlistafólk, sviðslistafólk og annað tónlistar- eða hljóðmiðað listafólk er hvatt til þess sækja um. Umsækjendur skulu vera á 30. aldursári og hafa Íslenskan ríkisborgararétt eða vera búsett á Íslandi. Undantekningar eru veittar fyrir umsækjendur sem eru enn í grunn- eða meistaranámi í tónlist, myndlist eða tengdu fagi. 

 

Hátíðin 2021 hefur þemað (sam/einka)eign og þér er frjálst að túlka hvaða þýðingu þemað gæti haft í samhengi við  tónlistarmenntun, samfélag og þátttöku. (sam/einka)eign táknar bæði samfélagið og einstaklinginn. Þemað nær utan um hugmyndina um norrænu þjóðirnar sem landfræðilega sameiginlegt rými þátttakenda hátíðarinnar án þess að alhæfa um hópinn í heild. Sameign felur í sér samskipti og einkaeign einangrun og sjálfhverfu. Þemað er hugsað til þess að skapa lausnir við notkun hátíðarinnar á tónleikarýmum bæði í einkarekstri og almannaeigu. Með sameign er átt við jafnræði milli einstaklinga en með einkaeign er valdamisræmi gefið til kynna. Með þessu þema er ætlunin að hvetja umsækjendur til þess að senda inn verk sem eru auðskilin og/eða sérlega óvenjuleg. Margbreytilegir túkunarmöguleikar gefa listamönnum lausan tauminn til þess að nýta óskýrleika þemans og bjóða upp á fjölbreytt úrval listrænna mótsvara sem hjálpa okkur að skilja nákvæmlega hver okkar (sam/einka)eign sé.

Engin viðmið eru um stíl eða form. Verk sem hafa farið fyrir hönd Íslands áður á UNM eru m.a. hefðbundin tónverk fyrir kammersveitir, sinfóníuhljómsveit, eða einleikshljóðfæri, innsetningar, gjörningar, bókverk, tónleikhús, þátttökuverk o.s.frv og vonast Íslandsdeild UNM eftir fjölbreyttum hóp umsækjenda sem ef til vill bjóða upp á nýstarlega nálgun á tónlist auk hefðbundinna verka sem sýna styrk, fjölbreyttni og umfang íslenskrar tónlistargrasrótar.

 

Nafnlaus dómnefnd sem samanstendur af tveimur fagmanneskjum úr heimi nýrrar tónlistar munu velja alls sjö verk eftir jafn marga höfunda. Nöfn dómara verða afhjúpuð ásamt völdum verkum í september 2020.

 

SKILYRÐI

 

1. Umsækjandi skal vera fæddur 1991 eða síðar. Undantekning er veitt ef umsækjand er enn í grunn- eða meistaranámi í tónlist, myndlist eða tengdu fagi. Umsækjandi skal vera íslenskur ríkisborgari og/eða búsettur á Íslandi

 

2. Hver umsækjandi má vera þátttakandi á samtals fimm UNM-hátíðum, burtséð frá því fyrir hvaða land hann er fulltrúi. Þannig má t.d. íslenskur ríkisborgari sem býr í Finnlandi ekki taka þátt fimm sinnum fyrir Ísland og svo aftur fimm sinnum fyrir Finnland. Ef umsækjandi getur af einhverjum ástæðum sótt um þátttöku á UNM í öðru landi en Íslandi, má hann einungis sækja um í öðru hvoru landinu. Ef umsækjandi sækir um í tveimur löndum fyrir sömu hátíð, falla báðar umsóknir samstundis úr gildi.

3. Umsækjandi getur hvort sem er verið einstaklingur eða hópur - sjá nánar um reglur um hópumsóknir og kynjakvóta.

 

4. Hverjum umsækjenda er heimilt að senda inn að hámarki 3 verk.

 

5. Umsókarfrestur er kl 23:59 þann 1. júlí 2020.


 

UMSÓKNARLEIÐBEININGAR

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum. Íslandsdeild UNM getur ekki tekið ábyrgð á því ef gögn sem fara ekki eftir eftirfarandi viðmiðum glatast. Þar sem dómnefnd þessa árs er ekki íslenskumælandi mun stjórn Íslandsdeildar UNM senda fylgiskjöl með þýðingum á öllu textaefni með umsóknum. Ef umsækjandi á afrit af verki sínu á ensku er það vel þegið.

 

Vinsamlegast safnið öllum gögnum í eina skrá. Skráin skal innihalda eftirfarandi:

  1. Tengiliðareyðublað sem finna má hér                 .

  2. Eina skrá fyrir hvert verk umsækjenda. Þar skulu tekin saman verklýsingareyðublað, sem finna má hér, og allar viðeigandi upplýsingar um verkið, til dæmis raddskrá, flutningsleiðbeiningar, hljóðupptaka, myndbandsupptaka eða önnur viðeigandi gögn sem gefa góða mynd af viðkomandi verki.

 

Gæta skal vel að því að allar persónuupplýsingar séu faldar í 2. lið umsóknarinnar. Ber þar helst að nefna nafn höfunda á raddskrá en einnig „metadata,“ þ.e. nafn höfundar ef það er sýnilegt í upplýsingum í hugbúnaði á borð við VLC (hljóð- og myndbandskrár), og upplýsingagluggum stýrikerfis.

 

Sendið öll skjöl á tölvupósti til unmiceland[hjá]gmail.com undir efnislínunni “Umsókn 2021”. Við tökum gjarnan við niðurhalshlekk fyrir skrána, frá WeTransfer eða sambærilegri skýjaþjónustu, ef skráin er of stór til að hengja við tölvupóst.

 

DÆMI UM SNIÐ UMSÓKNAR

 

NÓTUR - Sendið nótur á PDF. Við mælum sterklega með því að láta hljóð- eða myndbandsupptöku fylgja með verkinu (eða midi-afspilun ef upptaka er ekki til staðar). Ef í verkinu er notast við hljóðskrár eða myndband, vinsamlegast látið þau skjöl fylgja með. Óþarfi er að senda skrár fyrir einstaka flytjendur að verkunum, t.d. hljóðfæraparta.

 

RAFVERK - Sendið hljóðskrá (mp3, aiff, wav) eða myndbandsskrá ásamt skriflegri lýsingu á verkinu. Ef verkið er fjölrása eða fyrir óvenjulega uppsetningu, vinsamlegast látið tæknilýsingu (e. technical rider) fylgja með.

 

ANNAÐ - Sendið skriflega lýsingu á verkinu ásamt tæknilýsingu (e. technical rider), sviðs- eða uppsetningaráætlun (e. stage plan) og önnur viðeigandi skjöl; hljóðupptöku, myndir, myndbönd, o.s.frv.. Vinsamlegast látið allar upplýsingar sem tengjast uppsetningu og framkvæmd verksins  fylgja umsókninni.

 

Ef vafi liggur á hvernig umsókn skal hagað, vinsamlegast hafið samband við unmiceland@gmail.com

 

 

HÓPUMSÓKNIR

Höfundar verka geta hvort sem er verið hópar eða einstaklingar. Um hópumsóknir gilda eftirfarandi viðmið:

Miðað er gróflega við þrjár tegundir umsækjenda:

  1. Einstaklingur - einn höfundur að verki, hvort sem verkið er flutt í samstarfi við annað tónlistarfólk eða ekki.

  2. Tónlistar- eða leikstjóri / listrænn stjórnandi - samstarfsverkefni eins aðalhöfundar og margra meðhöfunda.

  3. Margir höfundar - samstarfsverkefni þar sem enginn einn hefur meira höfundarvald en annar.

Hvert hópverk telst sem eitt verk fyrir hvern þátttakanda sem er meðhöfundur (tegund 2 eða 3). Þannig má umsækjandi sem tekur þátt í einu hópverki ekki senda inn fleiri en 2 önnur verk. Ef höfundur sækir um sem hluti af ólíkum hópum ber að fylla út nýtt tengiliðaeyðublað fyrir hvern hóp sem sækir um (sjá nr. 1 undir liðnum Til að sækja um).

 

Í tilfelli 1 og 2 eiga reglur um umsækjendur eingöngu við um aðalhöfund, en aðrir meðlimir hópsins geta verið frá hvaða landi sem er og þurfa ekki að uppfylla aldursskilyrði. Í tilfelli margra höfunda (liður 3) þarf að minnsta kosti þriðjungur hópsins að uppfylla skilyrði um umsækjendur. Þó er gerð undantekning ef helmingur þátttakenda eða fleiri eru frá norðurlöndum. Hópur sem nýtir sér þessa undantekningu má ekki sækja um í fleiri en einu landi með sama verk í einu, en erlendur (norrænn) meðhöfundur má þó sækja um með einstaklingsverk í heimalandi sínu sama ár og sá er norrænn meðhöfundur á íslandi (að því gefnu að innsend verk af öllu tagi sem höfundur tekur þátt í séu ekki fleiri en hámark í sínu landi).

Í tilfelli 2 og 3 skal tilgreina kyn allra þátttakenda og reiknast það með í reglur um kynjakvóta þátttakenda (sjá að neðan).

 

Ekkert hámark liggur fyrir á stærð hópa sem geta sótt um en hópar gætu þurft að fjármagna hluta ferða- og dvalarkostnaðar sjálfir. Slíkt getur verið gert í samráði við hátíðina ef að því skyldi koma.

 

FRAMKVÆMD

Dómnefnd samanstendur af tveimur fagaðilum með ólíkan bakgrunn sem stjórn Íslandsdeildar UNM velur. Mun hún fá verk allra umsækjenda send til umfjöllunar. Dómnefnd mun ekki hafa aðgang að persónuupplýsingum þar sem valið er nafnlaust. Dómnefndin velur í sameiningu og skilar af sér sætaröðuðum lista þeirra 7 verka sem þeim líst best á. Auk þeirra verka velur hún tvö til þrjú önnur verk sem þeim hugnast, sem flutt verða skyldi koma til forfalla eða ójafns kynjahlutfalls.

Íslandsdeild UNM er annt um að kynjajafnvægi og fjölbreytileiki einkenni þann hóp höfunda og verka sem verður fulltrúi Íslands. Viðmiðum um kynjakvóta verður breytt í ár svo gert sé ráð fyrir mögulegum hópumsóknum.

Í kynjakvótann reiknast allir þátttakendur sem teljast höfundar og meðhöfundar verka og tekur hvert verk eitt sæti. Þannig tekur verk eftir einn kvenkyns höfund og einn karlkyns hálft pláss af hvorum kynhóp í kvótanum. Kynjum verður skipt í tvo hópa sem hvor um sig geta ekki farið yfir 60%. Hóparnir eru annars vegar höfundar sem kenna sig karlkyns og hins vegar höfundar sem kenna sig kvenkyns auk kynsegin höfunda. Höfundar tilgreina kyn sitt í tengiliðareyðublaði. Ef hagræðingar á niðurstöðum til að koma til móts við kynjahlutfall er þörf fellur það í hlut stjórnar Íslandsdeildar UNM að framfylgja þessum reglum, annað hvort með hliðsjón af sætavali og/eða í beinu samráði við dómnefnd. Eingöngu í síðastnefnda tilfellinu er upplýsingum um kyn viðkomandi höfunda deilt með dómnefnd.

 

ANNAÐ

Íslandsdeild UNM styrkir alla valda höfunda um ferðir og gistingu á hátíðinni, að hámarki kr. 75.000. Valdir höfundar skulu vera viðstaddir alla hátíðina.

 

Við svörum gjarnan frekari fyrirspurnum í gegnum netfangið unmiceland@gmail.com.