Val dómnefndar á UNM 2021 í Árósum
Okkur er mikil ánægja að tilkynna niðurstöður dómnefndar í vali fyrir UNM í Árósum, Danmörku 2021. Eftirfarandi verk urðu fyrir vali dómnefndar (í starfrófsröð eftir nafni höfunda):
Áslaug Magnúsdóttir og Mia Ghabarou - pamela angela
Hjalti Nordal - Umbót
Katrín Helga Ólafsdóttir - Gangverk
Sóley Sigurjónsdóttir í samstarfi við Bimetric og Soyun Park - Perspectives
SÚL-VAD (Ásdís Birna Gylfadóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir) - Velgja
Þorkell Nordal - Eme
Þórður Hallgrímsson - Meditation on the Age of Rubbish
Alls bárust 12 umsóknir og innihéldu þær 23 verk eftir 17 höfunda. Kynjahlutfall skiptist þannig að 9 umsækjendur voru karlkyns og 8 kvenkyns. Nýbreytni var í ár að dómnefnd var valin af þriðja aðila, og var það sýningarstjórinn Guðný Guðmundsdóttir sem skipaði í dómnefndina Ingólf Vilhjálmsson, klarinettuleikara, og Joanna Bailie, tónskáld. Val þeirra samræmdis útgefnum viðmiðum um kynjahlutfall þáttakenda og var því ekki þörf á frekari hagræðingu.
Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir vel unnar umsóknir og minnum á að opnað verður fyrir umsóknir um þáttöku á UNM 2022 í Reykjavík á vormánuðum 2021.