Uppfærð dagskrá og hlekkur fyrir aðalfund

Hér að neðan má finna uppfærða dagskrá og hlekk á fundinn.

14:00 1. Inngangur, Yfirferð og samþykkt dagskár. 2. Val fundarstjóra, ritara og kjörstjóra. 14:10 3. Samantekt og mat á starfi síðasta árs. 14:20 4. Umfjöllun um verkefni þessa árs. a) Tónleikaverkefni í Reykjavík sumarið 2020. b) UNM Tampere 2020. 14:40 5. Verkefni næsta árs: a) Tónleikaverkefni á Íslandi 2021 í samstarfi við Norræna Músíkdaga. b) UNM Aarhus 2021: umsóknarferli og vinnusmiðja. 15:00 6. Kynning á UNM á Íslandi 2022 og listamannadvöl í Reykjavík. a) Framkvæmd og umsóknarsnið fyrir listamannadvöl. b) Opnar umræður um þemasetningu hátíðarinnar. 15:40 7. Kynning á nýrri vefsíðu UNM

15:50 Stutt hlé

16:00 8. Tillögur um lagabreytingar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu. 9. Umræður um - og kjör á stjórn (og skipulagsnefndum) félagsins 10. Aðrir liðir

Fundurinn fer fram á eftirfarandi hlekk: https://meet.jit.si/unmfundur

Til þess að tæknimálin gangi sem einfaldast fyrir sig viljum við biðja ykkur um að athuga eftirfarandi: - Við mælum með að endurræsa tölvuna áður en þið tengist fundinum. - Athugið að fundurinn stillir nýliða alltaf sjálkrafa hljóð- og myndlausa. - Vinsamlegast lokið hljóðnemanum („muteið“) ykkar þegar þið eruð ekki að tala. Það er gert með því að ýta á míkrófónmerkið neðst fyrir miðju. - Ef ekkert hljóð kemur í gegn er hægt að kanna hljóðstillingar með því að fara í „…“ neðst í hægra horni, ýta á „settings,“ og stilla þar hljóðnema, myndavél og hátalara. - Við hvetjum til notkunar á spjalldálkinum ef spurningar vakna. Við reynum að svara þeim spurningum jafn óðum. - Einnig má biðja beint um orðið í spjalldálki. - Í liðum þar sem um beinar umræður, tillögur, eða spurningar er að ræða viljum við biðja ykkur að skrifa nafnið ykkar í spjalldálkinn þegar þið viljið tala, til að auðvelda fundarstjórn.

Hægt verður að fygljast með fundargerðabók og þar með því helsta sem kemur fram á fundinum á þessum hlekk: https://docs.google.com/…/1vK3Br5xBhZDX370uDlKWPKTSH3…/edit…


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
  • Instagram - White Circle
  • Twitter - White Circle
  • White Facebook Icon