Aðalfundur Íslandsdeildar UNM 2020

Íslandsdeild Ung nordisk musik boðar til árlegs aðalfundar laugardaginn 18. apríl næstkomandi kl. 14:00. Fundurinn verður aðgengilegur öllum í gegnum netið (ef núverandi þjóðfélagsaðstæður breytast mun staðsetning einnig verða tilkynnt). Til umfjöllunar á fundinum verður aðhald og skipulag starfs félagsins næstu tvö árin. Við hvetjum alla áhugasama til þess að mæta og taka þátt í umræðunum og þar með stefnumótun félagsins til framtíðar. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Yfirferð og samþykkt dagskár. 2. Val fundarstjóra, ritara og kjörstjóra. 3. Samantekt og mat á starfi síðasta árs. 4. Umræður um og formleg samþykkt laga félagsins og tillögur um lagabreytingar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu. 5. Umfjöllun um verkefni þessa árs. 5. a) Tónleikaverkefni í Reykjavík sumarið 2020. 5. b) UNM Tampere 2020. 6. Kynning á samstarfsverkefni UNM og Norrænna Músíkdaga 2021. 7. Kynning á UNM á Íslandi 2022 og vinnusmiðju í Reykjavík. 7. a) Nýtt umsóknasnið. 8. Stutt kynning á vefsíðuverkefni. 9. Umræður um framtíðarsýn fyrir skipulag Íslandsdeildar. 10. Umræður um - og kjör á stjórn (og skipulagsnefndum) félagsins. 11. Annað. Tillögur um lagabreytingar skulu sendar inn á netfangið unmiceland@gmail.com fyrir fundinn.

Hlökkum til að sjá ykkur og heyra!

Íslandsnefnd UNM


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
  • Instagram - White Circle
  • Twitter - White Circle
  • White Facebook Icon