Rannsóknir á sögu UNM
Íslandsdeild Ung nordisk musik UNM auglýsir eftir einstaklingi til að taka að sér heimildasöfnun og rannsóknastörf um sögu hátíðarinnar. Viðkomandi mun hafa mótandi hlutverk í uppbyggingu gagnasafns og ritun sögu UNM og hlutverks Íslands í henni. Viðkomandi mun vinna vinna með skipulagsnefnd Íslands að verkefninu, kynningu þess og framsetningu á nýrri vefsíðu UNM.
Verkefnin eru eftirfarandi: - Leit að og söfnun ritaðra og hljóðritaðra heimilda. - Söfnun munnlegra heimilda, upptökur og úrvinnsla viðtala.
- Ritun texta um sögu hátíðarinnar.
UNM hefur í rúma sjö áratugi gegnt undirstöðuhlutverki í norrænu tónlistarsamstarfi. Á hátíðinni hafa margar kynslóðir íslensks og norræns tónlistarfólks tekið sín fyrstu skref á sviði alþjóðlegs samstarfs og hefur hátíðin þannig verið vendipunktur á ferli margra eftirtektarverðustu tónskálda Norðurlanda á þessum tíma.
Utanumhaldi á heimildum um sögu hátíðarinnar hefur lengi verið ábótavant þar sem hún er rekin í sjálfboðastarfi af skipulagsnefndum sem eru háðar stöðugum og hröðum breytingum. Markmið verkefnisins er að vega upp á móti þessu og búa til heildstætt gagnasafn og aðgengilegt efni um starfið í gegn um ýmsa miðla.
Einstaklingurinn þarf að búa yfir: - Þekkingu og áhuga á samtímatónlistarsögu. - Góðu valdi á íslensku, norrænum tungumálum og ensku. - Sjálfstæði í starfsháttum. - Hafa ánægju af ritstörfum. - Hafa ánægju af mannlegum samskiptum. - Hafa áhuga á miðlun þekkingar til breiðs samfélagshóps. - Hafa áhuga á alþjóðlegu samstarfi, bæði í sögulegu samhengi og í eigin vinnu.
Vinsamlegast hafið samband við unmiceland [hjá] gmail.com fyrir 10. janúar 2020 með fyrirspurnir og umsóknir.
Með þökk, Íslandsnefnd UNM
http://bit.ly/unm-rannsoknir