December 9, 2019

Please reload

Recent Posts
Featured Posts

UNM hlýtur heiðursverðlaun Norræna Tónskáldaráðsins

December 9, 2019

Við erum ákaflega stolt að greina frá því að UNM hefur hlotið heiðursverðlaun Norræna tónskáldaráðsins. Verðlaunin voru veitt á lokatónleikum Norrænna músíkdaga í Bodø 16. nóvember síðastliðinn af Bent Sørensen, formanni ráðsins. Frej Wedlund, sem nýlega lét af störfum sem formaður sænsku nefndarinnar eftir vel heppnaða hátíð í Piteå, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd aðstandenda UNM.

 

Verðlaunin hlýtur UNM fyrir að standa fyrir mikilvægu uppbyggingarstarfi í norrænu samtímatónlistarlífi með því að styðja við ferla ungra tónskálda við upphaf starfsferla sinna, allt frá stofnun árið 1946.

 

Verðlaunaféð verður nýtt til sameiginlegra verkefna UNM deildanna – bæði til að standa straum af kostnaði við rekstur hátíðarinnar en einnig til að ýta úr vör verkefni sem lýtur að heimildasöfnun og rannsóknum á sögu hátíðarinnar og uppbyggingu sameiginlegrar vefsíðu og gagnagrunns.

 

Við sem nú sitjum í skipulagsnefnd Íslands viljum óska öllum fyrrverandi nefndarmeðlimum og þátttakendum í starfinu síðust áratugi kærlega til hamingju með viðurkenninguna. Sér í lagi viljum við minnast á þau ykkar sem komið hafa að skipulagi og framkvæmd hátíðanna á Íslandi frá árinu 1977. Þessi viðurkenning er óeigingjörnu starfi ykkar allra að þakka.

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Follow Us

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

Search By Tags
Please reload

Archive
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
  • Instagram - White Circle
  • Twitter - White Circle
  • White Facebook Icon