Sumarverkefni Íslandsdeildar UNM 2019

Júnímánuður er viðburðaríkur í starfi Íslandsdeildar UNM, en um þessar mundir stöndum við allt í senn í undirbúningi tónleikaviðburðar, ferðaskipulagi fyrir hátíðina í ágúst, og umsóknarferli fyrir hátíðina á næsta ári. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið má finna undir flipanum „Taka þátt“ hér að ofan.

Tónleikarnir Tvinna fara fram þann 25. þessa mánaðar, og eru áframhald á samstarfi okkar við Kammersveitina Elju, sem hófst síðasta sumar með tónleikunum Tvístrun. Tónskáldin sem taka þátt í UNM í Piteå kynna á tónleikunum verk eftir sjálf sig, auk þess sem þrjú þeirra sömdu ný verk í tilefni verkefnisins.

Tónleikarnir fara fram í Iðnó, 25. júní kl. 20:00, og er miðaverð frjálst.

Efnisskrá tónleikanna:

Bára Gísladóttir – Split thee, Soul, to Splendid Bits (attn.: no eternal life/light this time around)

Gulli Björnsson – Bylur (frumflutningur)

Katrín Helga Ólafsdóttir – Hlaupari ársins (frumflutningur)

Kristján Harðarson – Kvintett

María Arnardóttir, Sophie Fetokaki – meta/morphē

Ragnheiður Erla Björnsdóttir, Ásdís Birna Gylfadóttir – Velgja

Rögnvaldur Konráð Helgason – Það er svo ógeðslega erfitt að vera svona berskjaldaður (frumflutningur)


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
  • Instagram - White Circle
  • Twitter - White Circle
  • White Facebook Icon