Auglýst eftir framleiðendum og rithöfundum

Í ár ber til þeirrar nýlundu í starfi Íslandsdeildar að við leitum að liðsstyrk til framleiðslu-, skipulags- og ritstarfa í tengslum við tónleikaverkefni okkar á Íslandi í júní. Þar sem áætlað verkefni er stórt í sniðum og margþætt þótti okkur í skipulagsnefndinni sýnt að fleiri atorkusamir einstaklingar þyrfu að koma þar að. Við ákváðum því að opna ferlið upp og auglýsa eftir umsóknum, svipað og gert er árlega fyrir þátttöku í aðalhátíð UNM.

Ekki er um ákveðinn fjölda af stöðum að ræða, og umsækjendur hvattir til að kynna eigin sýn, hugmyndir og áhuga í umsóknum sínum. Má þá hvort vera að umsækjandi geti komið að skipulagi umræðna, tónleika, ritunar og ritstjórnar greinasafns, og svo framvegis. Umsóknarfrestur rennur út eftir rétta viku.

Nánari upplýsingar um umsóknarferlið fást hér: https://goo.gl/uByRKu


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
  • Instagram - White Circle
  • Twitter - White Circle
  • White Facebook Icon