Aðalfundur Íslandsdeildar 2019

Íslandsdeild Ung nordisk musik boðar til árlegs aðalfundar laugardaginn 2. mars næstkomandi kl. 14:00. Fundurinn verður haldinn í Andrými, Bergþórugötu 20, 101 Reykjavík. Til umfjöllunar á fundinum verður aðhald og skipulag starfs félagsins næstu tvö árin. Öll þau sem falla undir viðmið um umsækjendur í umsóknarferli fyrir árið 2020 eru kjörgeng á fundinum, samanber lög Íslandsdeildar, sem finna má undir þessum hlekk: https://goo.gl/19qrDb. Tillögur um lagabreytingar skulu sendar inn á netfangið unmiceland@gmail.com fyrir fundin. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Yfirferð og samþykkt dagskár. 2. Val fundarstjóra, ritara og kjörstjóra. 3. Samantekt og mat á starfi síðasta árs. 4. Umræður um og formleg samþykkt laga félagsins félagsins og tillögur um lagabreytingar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu. 5. Umfjöllun um verkefni þessa árs. 5. a) Tónleika- og ráðstefnuhald í Reykjavík sumarið 2019. 5. b) UNM Piteå 2019. 5. c) Val fyrir UNM Tampere 2020. 6. Umræður um framtíðarsýn fyrir skipulag Íslandsdeildar. 7. Umræður um - og kjör á stjórn (og skipulagsnefndir) félagsins. 8. Annað. Við viljum hvetja alla áhugasama eindregið til þess að mæta og taka þátt í þessum umræðum og þar með stefnumótun félagsins til framtíðar. Með bestu þökkum, Forsvarsfólk Íslandsdeildar UNM


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
  • Instagram - White Circle
  • Twitter - White Circle
  • White Facebook Icon