Val dómnefndar - UNM 2019

Síðastliðið föstudagskvöld, á nýafstaðinni UNM 2018, voru kynntar niðurstöður úr vali dómnefndar fyrir hátíð næsta árs, sem fer fram vikuna 26. ágúst til 1. september 2019 (nákvæmari dagsetningar tilkynntar síðar) í Piteå, Svíþjóð. Eftirfarandi verk og tónskáld voru valin fyrir hönd Íslands:

Bára Gísladóttir - Seven heavens (of different heights (and depths))

Gulli Björnsson – Dimmar öldur rísa

Katrín Helga Ólafsdóttir - Litasinfónían

María Arnardóttir, Sophie Fetokaki - Meta/morphē

Ragnheiður Erla Björnsdóttir – Seglskraut

Rögnvaldur Konráð Helgason - Andaðu, andaðu

Þorsteinn Gunnar Friðriksson – Hægur

Í dómnefnd sátu Þóranna Björnsdóttir, listakona og tónsmiður, og Andreas Borregaard, harmonikkuleikari, og þökkum við þeim gott og skilvirkt samstarf.

Alls bárust okkur 23 umsóknir og innihéldu þær 41 verk. 14 karlar sóttu um og 10 konur. Fyrstu niðurstöður dómnefndar innuhéldu fimm verk eftir konur, og tvö eftir karla, auk þriggja varaverka sem öll voru eftir karla. Því var sá háttur hafður á, eins og útgefin viðmið um kynjahlutföll kveða á um, að það verk kventónskálds sem hafði lægstan forgang í vali dómnefndar var skipt út fyrir það verk karltónskálds sem hafði hæstan forgang í varavali.

Í sambandi við útgefin viðmið um kynjahlutföll viljum við sérstaklega nefna hópumsókn í kring um verkið Meta/morpē, sem hlýtur samkvæmt þessum lokaniðurstöðum brautgengi. Samkvæmt umræddum viðmiðum geta fulltrúar hvors kynjahóps strangt til tekið ekki verið fleiri en fjórir. Samt sem áður dylst engum að nöfn fimm kvenna koma fram á þessum lista, á móti þremur nöfnum karla. Stjórn Íslandsdeildar UNM tók þá ákvörðun að hrófla ekki frekar við upprunalegu vali dómnefndar en greint er frá hér að ofan, og tekur til greina eftirfarandi ástæður; að a) Núverandi reglur geri ekki ráð fyrir að fleiri en sjö höfundar geti verið að þeim sjö verkum sem valin eru til þátttöku á UNM, og því engin viðmið til um hópumsóknir af þessu tagi; og b) annar höfundur umrædds verks fellur ekki innan viðmiða um leyfilega umsækjendur, og hefur því óskýra stöðu innan umsóknarferlisins. Hvort tveggja, verk eftir hópa höfunda sem og verk sem gerð eru í fjölþjóðlegri samvinnu, séu þó mikilvægur vettvangur tón- og listsköpunar, sem mikilvægt er að hafi aðgengi að UNM. Við munum því fyrir næsta umsóknarferli ráðast í gagngerar úrbætur á reglum og viðmiðum sem snerta þessi atriði, til að koma í veg fyrir grá svæði sem þetta.

Við þökkum öllum umsækjendum kærlega fyrir vandaðar umsóknir og minnum á að opnað verður fyrir umsóknir fyrir UNM 2020 í Tampere, Finnlandi, í maí á næsta ári.

Eins og ávalt svörum við síðan öllum fyrirspurnum í gegn um netfang okkar, unmiceland@gmail.com


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
  • Instagram - White Circle
  • Twitter - White Circle
  • White Facebook Icon