UNM 2019 : Umsóknaferli hafið

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um þáttöku í UNM 2019, sem haldin verður í Piteå í Svíþjóð í lok ágústmánaðar á næsta ári. Til gamans má geta þegar Ísland var í fyrsta sinn þáttakandi í Ung nordisk musik fyrir nær 44 árum, árið 1974, var hátíðin haldin í sama bæjarfélagi.

Umsóknaferlið fer nú fram hálfu ári fyrr en verið hefur síðustu ár, og er þetta nýja fyrirkomulag gert til þess að gefa gestgjöfum UNM 2019 og þar á eftir lengri tíma til undirbúnings og skipulagningar á flutningi þeirra 35 ólíku verka sem taka þátt hverju sinni.

Umsóknarferlið verður opið til 20. júní næstkomandi. Allar frekari upplýsingar fyrir þáttakendur má finna undir flipanum 'Taka þátt' hér á þessari síðu.


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
  • Instagram - White Circle
  • Twitter - White Circle
  • White Facebook Icon