Aðalfundur 2018: niðurstöður og samantekt

Aðalfundur Íslandsdeildar Ung Nordisk Musik fór fram þann 2. mars síðastliðinn. Viðstödd voru Andrés Þór Þorvarðarson, Ásthildur Ákadóttir, Gylfi Gudjohnsen, Haukur Þór Harðarson, Pétur Eggertsson, Katrín Helga Ólafsdóttir, Ragnar Árni Ólafsson og Sóley Sigurjónsdóttir.

Kjörið var í þriggja manna stjórn íslandsdeildar og samanstendur hún nú af fyrri stjórnarmeðlimum, Pétri Eggertssyni og Ragnari Árna Ólafssyni en ný í stjórn er Sóley Sigurjónsdóttir. Samþykkt var að stjórnin skipti hlutverkum sjálf á milli sín. Haukur Þór Harðarson sinnir enn um sinn verkefnum sem varða UNM 2017 í Reykjavík en mun að öllu óbreyttu ljúka störfum sínum fyrir UNM í kring um lok marsmánaðar 2018. Auk nýrrar stjórnar buðu aðrir viðstaddir sig fram til þáttöku í framkvæmdaráði, og munu þau koma að áætluðum verkefnum Íslandsdeildar UNM sem snúa að sýnileika félagsins á Íslandi. Nánar var fjallað um þessi verkefni á fundinum en við vonumst til að hægt verði að fjalla um þau opinberlega á næstu mánuðum.

Rædd var skipun dómnefndar fyrir koamandi umsóknarferli. Ákveðið var að opnað verði fyrir umsóknir 1. apríl og að umsóknarfrestur verði til 20. júní næstkomandi. Jafnframt var farið yfir reglur og snið ferlisins og ný viðmið um kynjajafnvægi samþykkt fyrir umsóknarferli þessa árs. Þau verða á þá leið að áfram verður flokkað í tvo hópa sem hvor um sig má ekki hafa fleiri en 4 fulltrúa af þeim 7 sem valdir verða alls. Undir annan hópin falla kvenkyns umsækjendur, undir hinn karlkyns og kynsegin umsækjendur. Umsækjendur verða beðnir um að tilgreina kyn sitt sem einn af þremur flokkum (karlkyns, kvenkyns, kynsegin) í skjali með persónuupplýsingum og trans einstaklingum þannig skilgreining kynvitundar sinnar í sjálfsvald sett.

Sem fyrr tökum við fyrirspurnum og athugasemdum fagnandi í gegn um netfangið unmiceland@gmail.com.

Með bestu kveðjum,

Íslandsdeild UNM


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
  • Instagram - White Circle
  • Twitter - White Circle
  • White Facebook Icon