Niðurstöður dómnefndar

Niðurstöður í vali dómnefndar á þátttakendum í UNM 2018 í Bergen urðu ljósar í síðustu viku. Við óskum völdum tónskáldum til hamingju og hlökkum til góðs samstarfs og samveru í kringum hátíðina. Eftirfarandi verk fá að hljóma í Bergen um mánaðarmótin ágúst/september.

Bára Gísladóttir – otoconia fyrir strengjakvartett og rafhljóð

Fjóla Evans – mammal fyrir undirbúið píanó

Gísli Magnússon – Svartifoss fyrir blásarasveit og slagverk

Gylfi Gudjohnsen – Gítarkvintett fyrir gítar, tvær fiðlur, víólu og selló

Inga Magnes Weisshappel -Seigla fyrir sinfóníuhljómsveit

Ingibjörg Friðriksdóttir – Hulduorka fyrir píanó

Örnólfur Eldon Þórsson – square without corners fyrir básúnu og rafhljóð

Alls bárust 53 verk eftir 25 höfunda. 12 konur og 13 karlar sóttu um. Dómnefndin fyrir þetta ár samanstóð af Jennifer Walshe, tónskáldi og flytjanda og Thorbjørn Tønder Hansen, listrænum stjórnanda samtímatónlistarhátíðarinnar Ultima í Oslo. Þau fengu aðgang að raddskrám, upptökum og öðrum innsendum gögnum um verkin eftir því sem við átti. Engar persónugreinanlegar upplýsingar voru hluti af þeim gögnum sem dómnefnd fékk í hendur.

Eftir að dómnefnd hafði ráðið ráðum sínum skilaði hún af sér lista af 7 verkum (í engri sérstakri röð), og 2 varaverkum. Aðalval innihélt 5 verk eftir konur og 2 eftir karla, en varaverkin voru bæði eftir karla. Því var ljóst að til þess að koma til móts við fyrirfram yfirlýst markmið um kynjajafnvægi þurfti að hagræða upprunalegu vali dómnefndar. Því var leitað aftur til dómnefndar og henni gefnar upplýsingar um kyn valinna tónskálda og beðið um álit á því hvaða verki skildi skipt út fyrir verk úr varavali. Eftir að dómnefnd hafði skilað af sér sínu áliti var því fylgt.

Næsta umsóknarferli, fyrir UNM 2019 í Svíþjóð, fer fram hálfu ári fyrr en hingað til, og mun umsóknarfrestur vera í júní. Við hvetjum alla unga hljóðhöfunda til að fylgjast með nánari upplýsingum á næstu vikum og mánuðum.


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
  • Instagram - White Circle
  • Twitter - White Circle
  • White Facebook Icon