Umsóknarferli lokið

Við þökkum umsækjendum um þátttöku í UNM í Bergen á næsta ári kærlega fyrir umsóknir sínar. Íslandsdeild UNM bárust alls umsóknir 25 höfunda í umsóknarferlinu, sem er umtalsverð fjölgun miðað við síðustu ár. Á sjötta tug verka hafa nú verið send áfram til dómnefndar, og mun val hennar vera kynnt opinberlega á væntanlegri sameiginlegri heimasíðu allra landsdeilda UNM þann 1. febrúar næstkomandi.

Á næsta ári verður tekið upp á þeirri nýbreytni að umsóknarferlið verður fært fram um hálft ár. Þeir sem vilja sækja um þátttöku í UNM 2019 í Svíþjóð þurfa því að senda verk sín inn í júní næstkomandi. Nánari upplýsingar um þetta með vorinu.

Við viljum nota tækifærið og óska áhangendum okkar sem og öðrum gleðilegrar hátíðar og þakka fyrir góðar stundir á UNM í Reykjavík í ágúst síðastliðnum og framúrskarandi góðar umsóknir.

Fyrir hönd Íslandsdeildar UNM,

Ragnar Árni Ólafsson

Pétur Eggertsson


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
  • Instagram - White Circle
  • Twitter - White Circle
  • White Facebook Icon