Click below to attend and play

For optimal performance we reccomend Chrome and Firefox. Internet Explorer and Edge are not supported

contrabass token.png
Violin token.png
Clarinet token.png
CM3logo.png
Piano token.png
Flute token.png

POSTPONED

bassoon token.png
Trombone token.png
Cello token.png

Pétur Eggertsson tónskáld útskrifaðist nýverið úr meistaranámi í tónsmíðum frá Mills College í Oakland. Á Ögnun býður hann upp á tölvuleikja-tónverk sem flutt verður í dag, 20. ágúst í gegnum www.ungnordiskmusik.is en áhorfendur fara inn í tölvuleik til þess að njóta tónlistarinnar.

 

Verkið var þokkalega byggt á útskriftarverkinu mínu frá Mills College, ég nota sömu umgjörð, sama ramma - sem gengur út á skapandi áhorfandahegðun. Ég bý þar til opið pláss fyrir áhorfendur til þess að spinna sína eigin hegðun, aðstæður þar sem áhorfendur þurfa ekki að lúta neinum ákveðnum fyrirframgefnum reglum, eins og að sitja kjurr í 2 tíma og klappa að tónleikum loknum. Ég hugsaði hvernig væri hægt að hvetja áhorfendur til þess að gera eitthvað annað en bara sitja og horfa og mér datt í hug að það væri sniðugt að búa til umbunarkerfi, verðlauna ákveðna hegðun. Þetta minnti mig svolítið á tölvuleikjaumgjörð þar sem þú klárar einhver verkefni og fær "verðlaun" sem hleypa þér áfram í næsta borð. Verkið var samansafn af hljóðfæraleikurum í mismundi rýmum sem héldu röð stuttra einkatónleika, mínútu í senn, fyrir allar þær manneskjur sem komu inn til sín og veittu þeim verðlaun fyrir hegðun sína.“

 

“Ég samdi nýtt verk með þessari umgjörð fyrir UNM og það þurfti að taka ákvörðun snemma um að gera stafræna útgáfu af verkinu því það var mikil óvissa um hvort viðburðurinn yrði haldinn. Það var ekki beinlínis hægt að streyma þessu verki jafn auðveldlega og verki sem gerist á sviði þannig að það var einfaldasta lausnin að færa þetta í búning alvöru tölvuleiks, eins og fyrirmyndin var. Ég réði Donnu Hermannsdóttur forritara til þess að kóða og hanna leikinn - skapa vefviðmót og passa að virknin sé rétt. Hún er búin að vinna hörðum höndum að því að skapa glæsilega stafræna veröld. Það verða haldnir tónleikar inn í þessari veröld í dag milli 18 og 21 þar sem áhorfendur geta komið inn í leikinn og eiga þar stefnumót í gegnum vefmyndavél við 9 mismunandi hljóðfæraleikara. Hver hljóðfæraleikari er í sínu hvoru herberginu og þú færð þarna 90 sekúndna langa einkatónleika. Þau hafa öll mismunandi stefbúta, sem eru mismunandi eftir hljóðfæraleikara og kalla á hvern annan, þeir eru viðsnúnir og tónfluttir t.d. þannig að þar sem þú heyrir ekki öll stefin í einu þá kannski sitja þau eftir í minninu og þú getur búið til einhvern ímyndaðan kontrapunkt. Nema auðvitað ef þú fáir verðlaun - þú getur reynt að fá verðlaunapening fyrir ákveðna lykilhegðun sem er í hverju herbergi fyrir sig. Flytjendurnir fylgjast með áhorfendunum og það er undir þá komna að átta sig á því hvað þeir þurfa að gera.. kannski brosa, dansa, spjalla... “

 

„Hljóðfæraleikararnir spila svo líka út frá því hvernig áhorfandinn lítur út og hagar sér inn í rýminu. Ég útbjó ákveðinn lykil fyrir hvern hljóðfæraleikara þar sem þau lesa áhorfandan út frá ákveðnum útlistþáttum, klæðaburði og ýmsu öðru. Þannig að það leggst ofan á hvernig þau flytja þessi áðurnefndu stef, og hvaða stef þau spila í hvert sinn.“

 

Verkið er ákveðin nýjung á tímum samkomutakmarkanna og býður flytjendum að tengjast áhorfendum í gegnum vefviðmót

 

„Það er gaman að bjóða upp á tengingu milli áhorfanda og flytjanda í þessu ástandi. Það er ekki gott að vera flytjandi og streyma viðburði því það er erfitt að finna fyrir hversu margir eru að horfa og hvernig fólk er að skemmta sér. Þetta er þá kannski ákveðin tilraun í að gá hvort hægt sé að búa til slíka tengingu í því ástandi sem gengur yfir heiminn þessa dagana. Svo er líka verið að tengja áhorfendur, það verður lítið spjallborð fyrir áhorfendur til þess að skiptast á hugmyndum og strategíum um hvað það er sem hleypir þér áfram. Það var einmitt það sem gerðist í Oakland, þegar verkið var flutt í þeirri mynd það myndaðist gott spjall á göngunum, út fyrir tónverkið þannig að áhorfendur gátu verið virkir þó að tónverkið væri í gangi. Þetta samfélag var svolítið skemmtilegt og er eitt af meginmarkmiðum verksins - að tengja áhorfendur og gefa þeim meira vægi innan tónverksins, búa til jafnræði og taka út hírarkíuna í tónleikarýminu - milli tónskálds, flytjenda, áhorfanda, miðasölufólks og allra sem koma að tónleikaumgjörðinni. Þetta er náttúrlega allt hluti af tónleikunum - það verða ekki tónleikar nema það séu áhorfendur. Mér finnst mikilvægt að taka það út úr því formi sem það er og reyna að skapa einhvers konar hýpóþetískt anarkískt samfélag, þar sem maður er að reyna að hugsa hvernig þú getur integreitað allar manneskjur inn í samfélagið og þeirra hlutverk, gefa öllum pláss.“

 

Í Tampere næsta þriðjudag verður síðan flutt verk Péturs „Echotopoeia“ sem var frumflutt haustið 2018 af CAPUT. Stykkið byggir tón og myndefni sitt á Foley brellum.

 

„Foley er hljóðtækni notuð í kvikmyndagerð þar sem þú gerir hljóðbrellur eftir á, tekur upp allt sem heyrðist illa í tökunum eins og að leggja frá sér kaffibolla eða skóhljóð og í gamla daga var þetta notað til þess að taka upp hljóðeffekta, beinbrot, slagsmál og þess háttar. Mér fannst þetta áhugavert fyrirbæri því þetta er ekki hljóð sem gerist þegar kvikmyndin er tekin upp heldur bætt við til þess að ýkja hljóðmynd kvikmyndarinnar.“

 

„Þar sem ég gerði var að taka upp á myndband framkvæmd á Foleygjörðum eins og að brjóta sellerí fyrir beinbrot eða kýla í kálhaus í staðinn fyrir að kýla í skrokk. Ég tók mynd og hljó af þessu og greindi hljóðin og útsetti fyrir 13 manna kammersveit. Sveitin er þannig í rauninni að Foley-a verkið, myndbandið sem rúllar með verkinu. Svo verður ákveðin framvinda í gegnum mynd og hljóðvinnslu en um miðbik verksins eru ákveðnir tækniörðugleikar og myndin fer úr samhæfingu við hljóðið og hlutir úr hljómsveitinni fara að birtast í myndbandinu og hlutir úr myndbandinu fara að birtast hjá hljómsveitinni á móti.“

 

„Aðallega er þetta tilraun til þess að gá hvort hægt sé að umbreyta myndefni í tónefni með því að taka burt samhengið þeirra á milli. Ég endurtek alltaf ákveðið hljóð með myndefni og festi þannig myndefnið í sessi sem hluta af tónverkinu, svo er hægt að taka samhengið burt - myndefnið heldur sér, áhorfandin býr til eitthvað ímyndað hljóð og þannig verður til kontrapunktur milli myndheims og hljóðheims.“

 

„Mér finnst það svolítið vera hlutverk grasrótarinnar í tónlist að reyna að finna einhverjar nýjar lausnir á hvernig hægt er að upplifa tónlist. Finna einhverjar skapandi leiðir til þess að þróa áfram tónmál og endurskilgreina stanslaust hvað tónlist er. Það verður aldrei nein ein skilgreining sem mun ganga yfir, ja, neitt. Gott að halda áfram að ýta á skilgreiningar og skilning á veröldinni.“

 

Framundan hjá Pétri eru ýmis konar fjölbreytt verkefni: óperuspuni, fiðlu-teknó og gjörningapopp.

 

„Ég er að vinna í hinu og þessu.. einhverjum nýjum upplifunum ætli það ekki? Ég er að vinna að einu sem ég kalla spunaveröld, verk sem er byggt á háðs-trúarbragði sem heitir Diskordía. Ég ásamt litlum hópi erum að skapa nokkura daga gjörning þar sem allt samfélagið er spunnið, ekki bara mússíkin. Þetta er í óperubúning en snýst um að spinna hegðun öllu heldur - og tónlist, leiklist og dans í bland. Svo er ég að vinna tónlist með Geigen, sem er fiðluteknódúó sem ég er hluti af. Við erum að plana nýja viðburði núna í vetur. Svo er ég búinn að vera að vinna tónlist með The Post Performance Blues Band sem ætti að koma út núna á allra næstu vikum.“

Ögnun_dagskrá_loka17.jpg